Þjónusta.

Aðalgeymslur eru persónulegt fyrirtæki stofnað 2013. Aðalgeymslur reyna að leysa geymsluþarfir fólks og fyrirtækja með mismunandi stærðir af geymslum.

  1.   Þú velur úr þremur stærðum af geymslum þá stærð sem hentar þínum þörfum.
  2.   Þar sem hver geymsla er opið rými færðu mun betri nýtingu heldur en að geyma á brettum.
  3.   Allar geymslurnar eru upphitaðar og vel einangraðar, og halda því jöfnum hita árið um kring.
  4.   Geymslurnar eru vaktaðar á opnunartíma og með öryggismyndavélum.
  5.   Þú flytur sjálf(ur) það sem þú vilt geyma inn í geymsluna og læsir henni með þínum eigin lás og þar með hefur enginn annar aðgang að þinni geymslu. Við bjóðum uppá að lána fólki lása.
  6.   Þú hefur frían og ótakmarkaðan aðgang af þinni geymslu á milli 8 og 18 alla virka daga. Ef þörf er á að komast í geymsluna á öðrum tímum þá ber að láta vita með 12 tíma fyrirvara.
  7.   Þar sem Aðalgeymslur eru persónulegt fyrirtæki þá höfum við á staðnum aukahluti sem hægt er að fá lánaða eins og t.d pallettu tjakk, léttavagna, límband og wrap og pappa til að pakka og vernda hluti.
  8.   Þú greiðir eitt leigugjald mánaðarlega með kreditkorti og færð innifalið í leigunni ; rafmagn hita og umsjón með geymslunni. Lítil og létt fyrirhöfn við góða geymslu á þínum hlutum.
Back to Top