Skilmálar.

Leiguna er einungis hægt að greiða með kreditkortum.  Ekki er hægt að nota fyrirframgreidd kreditkort.  Það þýðir að leigjendur greiða leiguna í raun eftirá fyrir hvern mánuð.  Þetta eykur líka þægindi og lágmarkar umstang við leigugreiðslur.

Leigjendur tryggja sjálfir sína muni, og dugar að láta tryggingafélag sitt vita að þeir séu í geymslu hjá Aðalgeymslum.

Leigubilin eru ætluð sem geymslur og eru ekki ætluð sem vinnuaðstaða.  Þó er hægt að vinna í þeim eins og hver vill, en ekki er hægt að komast í vinnurafmagn.

Uppsagnarfrestur á leigu er einn mánuður og miðast við mánaðarmót. Uppsögnin þarf að vera skrifleg. Hægt er að fá uppsagnareyðublöð á skrifstofu Aðalgeymslna.

Aðalgeymslur er persónulegt fyrirtæki og lánar aukabúnað á staðnum s.s pallettu tjakk og léttavagn.

Lágmarksleigutími er einn mánuður i senn.  Aðeins er leigt í heilum mánuðum.

Allar nánari upplýsinga er hægt að nálgast hjá okkur í síma: 571-6005 , 776-7500 eða á netfangið: adalgeymslur@adalgeymslur.is

Back to Top